Sjómannadagurinn 2010

IMG_5179

Að venju fór ég á bryggurnar að fylgjast með dagskrá Sjómannadagsins sem var fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa. Það sem mér fannst skemmtilegast var að skoða þessa fábæru skútu frá Færeyjum. Virkilega gaman að koma um borð í þetta skip og sjá hvað færeyingar hafa gert þetta skip glæsilegt sama hvar á það er litið.  Þarna getum við lært af vinum okkar færeyingum hvernig á að varðveita skip. Þarna um borð hitti ég Hega Ágússon og frú og smellti af þeim mynd

IMG_5183IMG_5192

Sjávarútvegsráðherra var á sínum stað og aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Það sem ég var ekki alveg ánægður með var sýningin á franska herskipinu eða kafbátaleitarskipnu, þar sem maður fékk aðeins að fara einn hring á veðurþilfari skipsins, ekki einu sinni að hægt að kíkja á glugga nema á þyrluskýli.

IMG_5182IMG_5204

 

IMG_5218IMG_5217

Mig langar hér að lokum að minnast á sjóminjasafnið Víkina sem er orðið mjög skemmtilegt safn.

 

IMG_5190


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þú kannski fræðir mig á því hvar sjóminjasafnið Víkin er?

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 12:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi  og takk fyrir innlitið, Já Sjóminjasafnið Víkin er niður á Grandagarði. Það ættirðu að skoða næst þegar þú átt leið í bæinn.

Ætlaðir þú ekki að koma við í Siglingastofnun og líta á líkanið af höfninni norðan við Eiði. Þú hefðir gaman af því, eða ertu búinn að skoða það?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.6.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Sæll Sigmar, jú það væri gaman að koma í heimsókn til ykkar í Siglingastofnun, en við eigum ekkert erindi til höfuðborgarsvæðisins, því miður, já og í Víkina langar mig líka.

Það er allt fínt að frétta við höfnina, Júpíter ÞH. var að koma áðan í land með Makríll, ég veit bara ekki hvað mikið.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 23:41

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það væri gaman að fá þig í heimsókn í Siglingastofnun, þú kíkir við þegar þú kemur næst í bæinn. Kannski gæti ég farið með þér ef þú átt leið á laugardegi, en á sunnudögum er það ekki hægt. Ég var í Eyjum í gær í frábæru veðri stoppaði í einn sólarhring, ég var að skoða Perluna dýpkunarskipið og Hafursey VE. Eyjarnar eru komnar í sinn fallegasta skrúða.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.6.2010 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband