5.6.2010 | 20:12
Skemmtilegur flugdagur í Reykjavík í dag
Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma á flugsýningu áhugamanna um flug á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ekki skemmdi frábært veður. Þó nokkrar nýjar vélar sem ekki hafa sést áður á þessum sýningum voru þarna.
Hér fyrir ofan eru tvær glæsilegar vélar. og hér fyrir neðan eru tveir af starfsmönnum sýningarinnar, því miður þekki ég bara þennan mann í gula jakkanum en hann heitir Valur Stefánsson flugmaður með meiru.
Tvær þyrlur önnur ofurlítil. 'Eg þori ekki að byrja á því að nefna tegundir þessara véla svo ég verði mér ekki til skammar. Þessi maður sem myndiner af í glerhúsinu sagði gestum frá hverri vél hvað hún væri gömul hann lýsti flugeiginleikum og fleiru, hann var mjög góður í þessu starfi.
Sem sagt skemmtilegur dagur á Reykjavíkurflugvelli.
Takk fyrir mig. SÞS
Athugasemdir
Takk fyrir góða síðu Sigmar.
Flott að sjá bróðir í svona skæru vesti, tekur sig bara vel út kallinn.
kv. Örn.
Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 12:07
Gerðispeyjarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn!
Helgi Þór Gunnarsson, 10.6.2010 kl. 12:34
Heilir og sælir Örn og Helgi og takk fyrir innlitið, ja vinur minn Valur er í essinu sínu innan um flugvélarnar. Þeir eiga heiður skilið fyrir þessar flugsýningar, það er ótrúlega gaman að vera þarna innan um flugvélar og flugáhugamenn, og fræðast um þessar mismunandi flugvélar.
kær kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.6.2010 kl. 21:06
Sæll Simmi og takk fyrir hlý orð.
Sá sem var í turn bílnum heitir Tómas Waage og er svifflugmaður, hann er frábær í þessu starfi sem kynnir. Sýningin heppnaðist mjög vel. Stutt er í næstu sýningu en það er á Akureyri um aðra helgi www.flugsafn.is en því miður kemst ég ekki á hana. Össi þú kíkir örugglega þangað :-)
kv. Valur
Valur St. (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 21:50
Vélin sem ég stend við á myndinni TF-EOS í eigu þeirra Eyjamanna Guðmundar Alfreðssonar og Arnars Richardssonar.
Valur St. (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.