Þjóðhátíðarmyndir

EYJAR-8

 Hér koma tvær Þjóhátíðarmyndir sem Jóhann Pálsson tók.

 

Nú hef ég fengið athugasemd hér fyrir neðan frá frænku minni Höllu Pétursdóttir, sem fræðir okkur á því að þessi mynd sé frá árinu 1966, Takk kjærlega fyrir þetta Halla.

 Glæsileg Víkingaskip sennilega á þjóðhátíð hjá Týr 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljóð eftir Sigurbjörn Sveinsson 

Ó hvar um alla veröld víða

svo vegleg sönghöll finnst,

sem hér í skjóli hárra hlíða

í Herjólfsdalnum innst ?

Þar kátir fuglar kvaka

frá klöpp og sjó,

og breiðum vængjum blaka

í bjargató.

 

Hér syngur hver með sínum rómi

og sólin roðar tjöld

og dalur fyllist fögrum hljómi

um fagurt sumarkvöld

og börn með ljúfu lyndi

Þar leika sér.

Hvar er að finna yndi,

ef ekki hér ?

 

 

 

 

 

 EYJAR-10                                                                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1966 frændi. Ég á myndir af mér og frumburði okkar Gauta við skipin. Þar sem hún situr í kerru  Sigrúnu Jónsdóttir frænku þinni. Flott kona, nema hvað...10 mánaða.

Hallgerður (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl frænka takk fyrir innlitið og ártalið, langt síðan þú hefur sett hér inn athugasemd en gaman að þessu.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.5.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband