22.4.2010 | 16:10
Gleðilegt sumar
Sendi bloggvinum mínum, og öllum sem hafa heimsótt siðuna mína nafar.blogg.is góðar óskir um Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Í dag notaði ég góða veðrið og fór bryggjurúnt um Reykjavíkurhöfn, þar sá ég m.a. Sighvat Bjarnason VE nýmálaðann og smellti af honum þessari mynd. Eins og sjá má er þetta stærðarinnar skip.
Frekar rólegt var við höfnina lítið um ferðamenn en þó voru farþegaskipin sum hver á ferðini með eitthvað af farþegum.
Það var frekar kallt við höfnina eins og oft áður enda norðan næðingur. Og hér er annað skip nýmálað sem heitir Herkúles.
Athugasemdir
Já sömuleiðis GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir frábærar myndir.
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:01
Gleðilegt sumar til þín og Kollu Simmi minn
Helgi sigurlásson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 20:53
Sæll frændi sömuleiðis gleðilegt sumar og bjarta framtíð fyrir þig og þína.
Stjáni og Emma
Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 23:05
Sæll Sigmar, Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, manstu nokkuð hvaða bátur liggur í horninu fyrir aftan Herkúles? En þessi Herkúles, hver á hann og til hvers er hann notaður?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 11:17
GLEÐILEGT SUMAR og takk fyrir frábærar myndir.
Alli Jónatans (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:08
Gleðilegt sumar Sigmar og takk fyrir veturinn.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2010 kl. 00:44
Heil og sæl öll sem tókuð undir sumarkveðjur mínar, vonandi eigum við gott sumar framundan.
Helgi þór Skipaþjónusta Íslands ehf á Herkules en ég veit ekki til hvers hann er notaður.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.4.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.