17.4.2010 | 21:20
Gosið sést vel frá Vestmannaeyjum
Gosið í Eyjafjallajökli séð frá Vestmannaeyjum.
Jóhann Jónsson ( jói Listo ) sendi mér þessa mynd í kvöld af gosinu í Eyjafjallajökli, en gosið sést vel frá Vestmannaeyjum. Ég þakka Jóa kærlega fyrir þessa sendingu.
Myndin er tekin af Nýjahrauninu á Heimaey opg þarna sést aðeins í Elliðaey og nýjahraunið.
Myndina tók Jói Listo.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Sigmar.
Tröllaukið útsýni og flott mynd.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 17.4.2010 kl. 22:18
Heill og sæll Gunnar og takk fyrir innlitið, já þarna eru ógnarkraftar á ferð og ekki gott að vera nálægt þessu eins og komið hefur í ljós nú síðustu daga. En sat er þetta tignarlegt á að horfa úr fjarlægð.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.4.2010 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.