16.4.2010 | 23:12
Prentarar í Prentsmiðjunni Eyrúnu hf
Þessir menn sáu um pretun á Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja þegar ég kom að því blaði.
Óskar Ólafsson prentari situr hér við tölvuna og pikkar inn leiðréttingar. En eins og sjá má er glæsilegt veggfóður í tölvuherbergi Eyrúnar hf.
Hér fyrir neðan er mynd af Ómari prentara við eina af prentvélum í Prentsmiðu Eyrúnar hf. Ekki veit ég hvar hann er nú að vinna en 1998 var hann prenntari í Vestmannaeyjum
Athugasemdir
Hvað varð eiginlega um prentsmiðjuna sem Gunnar prent átti og var í sama húsi og Gamla-Kompaníið var á móts við Blátind,man svo vel eftir Gylfa prent syni hans og flottu bílunum hans.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.4.2010 kl. 17:21
Verkstæðið var að ég held" nyja kompaníið",Prentsmiðjan fór undir hraun en Gunnar var starfsmaður þar en prentsmiðjan var í eigu Gísla Gíslasonar og fjölskyldu kv
þs (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:24
Heill og sæll Sigurlaugur, Prentsmiðjan Eyrún HF lifir enn góðu lífi og er til húsa á Hlíðarvegi held ég að sé rétt hjá mér. Þar hefur í tugi ára verið prentað Sjómannadagsblað Vestmannaeyja oftast með góðum árangri.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.4.2010 kl. 21:27
Sæll Simmi
Ómar heitir hann og er ef ég man rétt Ólafsson. Var prentari síðast þegr ég vissi í Hafnarfirði. Ætla samt að fletta upp föðurnafninu.
Heyrðu synd þetta með gestabókina. Fer sjaldan þarna inn, ja eiginlega aldrei, skömm að segja frá. sá núna að þarna inni eru skilaðboð frá Sebastian Gregorius sem að ég hef ekki séð síðan við unnum saman í Bremerhaven árið 1987 og hann lagði inn þessi skilaboð fyrir mörgum ma´nuðum!!!!! - meiri aulinn getur maður verið. - bestu kveðjur til þín og Kollu héðan úr næsta nágrenni við goshörmungarnar. Víst er þetta fallegt úr fjarska en hugur minn er hjá þeim er nær búa og eru að horfa á land sitt og ævistarf jafnvel þurrkast út ef svo má að orði komast.
Gísli Foster Hjartarson, 17.4.2010 kl. 21:35
Já sæll meistari Sigmar,Þs já ég vissi að húsið fór undir ásamt Péturstúni og Bakaríinu og fl húsum,en ég hélt að Gunnar prent hefði átt prentið,en nú þegar þú segir það þá man ég að Gísli G átti þetta,en það er með þetta sem fl,manni leikur hugur á að vita hvað varð um fólkið og fyrirtækin sem maður man eftir fyrir gos.(var Gísli ekki tengdapabbi Gulla á Gandí VE)
en það er eitt af því góða við síðuna þína Sigmar að það rifjast upp hin ýmsustu minningarbrot um fólk og atburði og gömul hugarefni vakna á ný,sem er vel og haf þú þökk fyrir það félagi.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.4.2010 kl. 21:44
Heill og sæll Gísli takk fyrir þessar upplýsingar. Ég held að þetta sé þekkt vandamál hjá bloggurum að gleyma að skoða gestabókina![](/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Blush.png)
Kærar kveðjur til þín og til þeirra sem ég þekki í Eyrúnu.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.4.2010 kl. 14:19
Heill og sæll Laugi Jú Gísli Gísla var tengdapabbi Gulla á Gandý. Ég er ekki viss um eignarhald á Prentsmiðunni Eyrúnu hf en ég hélt að Gunnar hafi átt í henni.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.4.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.