13.4.2010 | 20:52
Elliðaey VE 10
Togarinn Elliðaey VE 10 smíðaður í Englandi 1947. Hann var 664 brl. með 1000 hestafla 3 þjöppu gufuvél.
Fyrsti eigandi var Vestmannaeyjakaupstaður skipið var í eigu Eyjamanna til 1953.
Það var selt til Grikklands og tekið af íslenskri skipaskrá í nóvember 1964.
Þetta voru falleg skip á sínum tíma.
Athugasemdir
Sæll Sigmar
Já þeir voru flottir þessir togarar og stórskemmtileg og fróðleg síðan hans Hafliða sem fjallar bara um nýsköpunartogarana og mál tengd þeim. En taktu eftir á miðsíðunni á Elliðaey er hlutur sem ég er alltaf að þvarga í með litlum árangri og furðulegt hvað gengur illa að halda því inni.
Með góðri kveðju
Heiðar Kristinsson
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:42
Heill og sæll Heiðar og takk fyrir innlitið. Já það vantaði ekki þessi merki í þá gömlu góðu daga.
Góða skemmtun og hafðu það gott um helgina.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.