Ófeigur VE 325 óbreyttur

Með fyrstu stálbátum

 

Ófeigur VE 325 var smíðaður í Hollandi 1954 og var úr stáli. Hann var 66 brl. með 220 hestafla Grenaa ddíesel vél.

Eigendur voru Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson.

Báturinn var lengdur á Akranesi 1965 og mældist eftir þá lengingu 81 brl. þá var sett í hann 380 hestafla Caterpiller Díesel vel.

Báturinn strandaði við Þorlákshöfn 20. febrúar 1988 og eyðilagðist. Áhöfn bátsins bjargaðist.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, það vill svo til að ég er að vinna hjá Vestmannaeyjahöfn og samverkamaður minn var skipstjóri á þessum bát er hann strandaði við Hafnarnesið.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það er annar samverkamaður þinn hérna á neðri myndinni, þekkir þú hann ekki ?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.4.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, Jú auðvita þekki ég hann Óla Jóns frænda minn. Það fór illa fyrir bróður hans, blessuð sé minning Steina í Laufási.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband