12.4.2010 | 23:06
Ófeigur VE 325 óbreyttur
Ófeigur VE 325 var smíðaður í Hollandi 1954 og var úr stáli. Hann var 66 brl. með 220 hestafla Grenaa ddíesel vél.
Eigendur voru Þorsteinn Sigurðsson og Ólafur Sigurðsson.
Báturinn var lengdur á Akranesi 1965 og mældist eftir þá lengingu 81 brl. þá var sett í hann 380 hestafla Caterpiller Díesel vel.
Báturinn strandaði við Þorlákshöfn 20. febrúar 1988 og eyðilagðist. Áhöfn bátsins bjargaðist.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, það vill svo til að ég er að vinna hjá Vestmannaeyjahöfn og samverkamaður minn var skipstjóri á þessum bát er hann strandaði við Hafnarnesið.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 23:24
Heill og sæll Helgi, það er annar samverkamaður þinn hérna á neðri myndinni, þekkir þú hann ekki ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.4.2010 kl. 18:07
Sæll Sigmar, Jú auðvita þekki ég hann Óla Jóns frænda minn. Það fór illa fyrir bróður hans, blessuð sé minning Steina í Laufási.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.