Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn

Landey-framkvLandey-framkv Óskar 3

Þessar myndir tók Óskar Óskarsson  í Áhaldaleigunni á skírdag en þær eru af framkvæmdum í Bakkafjöru. Þarna eru að rísa mikil mannvirki á sandinum eins og bryggjur, rampurinn fyrir skipið og hús, ég þakka Óskari fyrir að fá að setja þessar myndir á bloggið mitt.

Landey-Perla ÓskarLandey-Perla Óskar 17

Þá er dýpkunarskipið Perlan komin á staðinn til að dýpka rennuna frá hafnarmynni og að bryggju en mig minnir að rennan eigi að vera mest öll 7 m djúp. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim á Perjuni að sigla inn með tómt skip og út með það fullt af sandi mörgum sinnum á sólarhring. Með þessari vinnu við dýpkun fæst reynsla sem verður fróðlegt að fylgjast með því hún gefur vísbendingar um það hvernig þetta verður í framtíðinni. Alla vega finnst mér þetta vera spennandi verkefni og vonandi gengur þetta allt vel hjá þeim í Björgun ehf enda þaulvanir menn á ferð með mikla reynslu af dýpkunarframkvæmdum. Skipið hér á myndunum er Perlan frá fyrirtækinu Björgun ehf.  

 

Landey-Perla Óskar 19Landey-perla Óskar 21

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Landey-rampur 'oskar 4Landey-staurar 'oskar 11

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér fyrir ofnan kemur rampurinn þar sem bílarnir keyra niður í skipið og staurarnir sem reknir voru niður í hafnarmynninu.

 

Landey-framkv Óskar 7Landey-framkv Óskar 9

 

Landey-framkv Óskar 33

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðar myndir hjá vini mínum.....kv

Jónas K. Eggertsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Já Jónas þetta eru flottar myndir hjá Óskari og gaman að fylgjast með þessum framkvæmdum í myndum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.4.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég er sammála ykkur Jónasi, Óskar í Áhaldaleigunni er áhugamaður númer eitt í Vestmannaeyjum um samgöngur á milli lands og Eyja.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband