3.4.2010 | 16:54
Gísli Sigmarsson Byggðarenda við Brekastíg
Gísli Sigmarsson frá Byggðarenda við Brekastíg 15 a
Gísli Sigmarsson frá Byggðarenda við Brekastig 15 a nú till heimilis að Faxastíg 47 Vm. skipstjóri og útgerðarmaður á Ellíðaey VE og Katrínu VE. Þetta er skemmtileg mynd af Gísla frænda mínum og fóstra, ekki er ég viss um aldur hans á þessaum myndum en svipurinn leynir sér ekki og hann er flott klæddur, mig minnir að þessar húfur hafi verið kallaðar flugmannshúfur.
Kær páskakveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll Simmi..nú er kallin aðeins stærri....já vastu hjá þeim hjónum, Gísla og Boggu...síðan þín er góð, fer inná hana á kverjum degi...kv frá Hafnarfirði
Jónas K. Eggertsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 12:53
Heill og sæll Jónas. Ég var alin upp hjá ömmu minni Þórunni Sveinsdóttir frá Byggðarenda til 14 ára aldurs, en Þórunn var móðir Gísla Sigmarssonar. Eftir að hún dó fluttist ég til Gísla fósturbróður míns og Bobbu og bjó hjá þeim frábæru hjónum næstu 10 árin eða þar til ég byrjaði sjálfur að búa. Þess vegna kallaði ég Gísla fóstra minn og reyndar kalla ég Bobbu með réttu fóstru mina.
Jónas þekkir þú Gísla og Bobbu? ert þú Eyjamaður eða hefur þú verið í Vestmannaeyjum?
kær kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.4.2010 kl. 20:33
Sæll Simmi..sonur Eggert Ólafssonar frá heiðarbæ....kv
Jónas K. Eggertsson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 10:37
Heill og sæll Jónas, já þá þekki ég þitt fólk og kannast örugglega við þig ef ég sé þig.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.4.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.