Fiskiðjan full út úr dyrum

landbur_ur_af_fiski_1959-32

 

Ætli við getum ekki bara skírt þessa mynd : "Einu sinni var".

Ég er hræddur um að þessi vinnubrögð  væru ekki leyfð í dag.

Myndin er tekin í apríl 1959  í Vestmannaeyjum nánar tiltekið  norðan við Fiskiðjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það var nokkuð oft á þessum árum gefið frí í skólanum til að bjarga aflanum,ég man hvað maður var montin af að fá kaup í  umslagi eins og fullorðna fólkið,en ansi voru sumir fiskarnir þungir á stingnum enda stærð guttans ekki mikil,og það þótti ekki tiltökumál að 7 ára peyji væri að pikka á bandið eða slíta humar í 8 eða 10 tíma á dag.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 4.4.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurlaugur, já það er margar minningar sem koma upp í hugan þegar maður sér þessar gömlu myndir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.4.2010 kl. 16:46

3 identicon

Held við æyum að tala sem minst um þetta held þetta hafi verið eitt stærsta skrefið í því að eyðileggja saltfiskmarkaði okkar sem tók mörg ár að byggja upp aftur og verður okkur alltaf til skammar eins og mörg umgengni okkar við hafið .kv Óskar M. Ólafss

oskar m. olafsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar, já kannski ættum við bara að gleyma þessu en það er bara svo gaman að minnast þessara daga . En fór þessi fiskur ekki líka í skreið því hann var orðin stórskemdur þegar hann loks var unninn. Maður var nú ekki byrjaður á sjó á þessum tíma.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband