Saga báts: Húni II. í tímana rás

Húni II

 Einn góður vinur minn sendi mér um daginn lítið rit sem ber nafnið: Saga báts: Húni II. í tímana rás.

Höfundur efnis: Þórarinn Hjartarson

Útfefandi: Hollvinir Húna II.

Gefið út með styrk frá Hagþenki.

Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson.

Í þessu riti er rakin saga Húna II í máli og myndum, hvar hann var byggður og hverjir unnu við smíðina, einnig hverjir hafa átt skipið og hvernig hefur gengið að fiska á það.

Akureyringar eiga heiður skilið að hafa nú tekið Húna II í sína vorslu og eru staðráðnir í að varðveita skipið, sem nú er safnskip sem notað er til skemmtisiglinga með farþega.

Ég skrifa kannski meira seinna um þetta skip hér á síðuna mína, en ég hef aðeins gegnum starfið mitt kynnst þeim frábæru mönnum sem í dag eru eru þessir svokölluðu hollvinir Húna II.

Það gætu margir áhugamenn um varðveitslu gamalla skipa tekið þessa menn á Akureyri til fyrirmyndar.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Þetta er einstaklega fallegt skip.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2010 kl. 00:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrun María og takk fyrir innlitið, já þetta er flottur bátur og gaman að honum skyldi vera haldið svona vel við.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.3.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband