22.3.2010 | 18:21
Leó um borð í Leó VE 400
Það hefur alltaf verið vinsælt hjá peyjum í Eyjum að fá að fara með í róður á skipum sem papparnir eru á eða eiga.
Myndina tók ég í Júni 1964 af Leó Óskarsyni syni Óskars Matthíassonar þegar hann fór með okkur í róður á Leó VE 400. Þarna erum við auðsjáanlega á trolli og á keyrslu með fótreipistrollið inni. Þarna má einnig sjá bastkörfur sem notaðar voru undir kola og lifur og fl.
Leó varð síðar skipstjóri og útgerðarmður.
Athugasemdir
Rosalega flottar myndir.
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 07:39
Heill og sæll frændi.
Áttu nokkuð myndir af aðstoðarbakreipisspottanum.
Kv. Stjáni
Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:21
Heilir og sælir Halldór og Kristján Valur og takk fyrir innlitið, Halldór ég bíð alltaf eftir myndunum. mail mitt hér heima er: nafar@talnet.is
Nei því miður Stjáni þá náði ég ekki mynd af aðstoðarbakreipisspottanum, en ég á góða mynd af fiskitrollsendapokahnítingarnælonbandshnútnum sem sést ótrúlega vel á pokanum sem er fullur af fiski, ég set þá mynd kannski inn seinna
.
Þetta var skemmtileg athugasemd hjá þér Frændi minn
.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2010 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.