Kristbjörg VE 70

Kristbjörg VE 70 kemur ný

 

Kristbjörg VE 70 við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum. Eigandi Sveinn Hjörleifsson skipstjóri og útgerðarmaður. 

Myndina tók ég árið 1960  þegar hún kom ný til landsins frá Noregi.

Mig minnir að þegar skipið kom hafi verið búið að steina niður þorskanet á storar kerrur og það beið á bryggunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu.þetta með trossurnar er örugglega rétt ég tel mig muna þetta líka og ég man líka að hún lá þar sem Lóðsinn er hafður  þega þeir tóku netin um borð,,,kv þs

þs (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessa athugasemd það er alltaf gott að fá staðfestingu á því sem maður bloggar, ég þóttist muna eftir þessum stóru lágu kerrum frá stöðvunm þarna á bryggunni með niðursteinuð net. Ég man líka vel að Kristbjörg lá þarna sem Lóðsinn er í dag. Þetta þótti stór og flottur bátur þegar hann kom til Eyja og Svenni fiskaði mikið á þetta skip gegnum tíðina.

Kær kveðja í Eyjarnar

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.3.2010 kl. 22:48

3 identicon

Ég sé Svenna fyrir mér hangandi hálfur útúr brúarglugganum, flottur kall.

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband