Nýjar myndir frá Bakkafjöru

Bakkafjara 013Bakkafjara 014

Hér koma alveg glænýjar myndir frá Bakkafjöru þegar Herjólfur siglldi þarna upp að Bakkafjöruhöfn í fyrradag, ölduhæð á þessum tíma var um það bil 2,5 m að ég held  og suðaustanátt. Á fyrstu mynd sést inn um hálft hafnarmynnið en staurarnir sem standa þarna upp úr eru við enda varnargarðsins.

 

Bakkafjara 015Bakkafjara 022

Hér eru myndir af vinnuvélum og byggingakrönum á svæðinu

 

Bakkafjara 023Bakkafjara 024

 

Hér sést á annari myndinni beint inn um hafnarminnið og innsiglingin, tekið skal fram að varnargarðarnir eru ekki nærri komnir í þá hæð sem þeir koma til með að vera.

 

Bakkafjara 029

Á síðustu myndinni sjást garðarnir og púströrið á Herjólfi.

Myndirnar tók Stefán Sigurðsson kokkur á Herjólfi, ég þakka honum kærlega fyrir að senda mér þessar myndir og leyfa mér að setja þær á bloggið mitt.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Simmi,ég er nú farinn að hafa meiri trú á Bakkafjöru en ég hafði,ég bölvaði þessu í sand og ösku,en við sjáum til.kv

þorvaldur Hermannsson, 19.3.2010 kl. 18:57

2 identicon

Þvílík bylting sem að ég vona að þetta verði fyrir okkur og alla sem koma hingað.Var í Herjólfi í morgun og hugsaði einmitt eftir hálftíma för að nú væri maður komin á leiðarenda þegar að Bakkafjara verður orðin að veruleika.Kveðja Simmi minn til ykkar Kollu.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 21:46

3 identicon

Frábærar myndir, fer að verða spennandi...

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 13:59

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Þorvaldur, Ragna og Halldór og takk fyrir innlitið og kveðjur. Ég held að þetta eigi eftir að verða lytistöng fyrir Vestmannaeyjar. Það er mikill munur fyrir þá sem eru sjóveikir áð sigla í 30 mín eða 3 tíma. Vonandi hefur yfirstandandi gos í Eyjafjallajökli ekki áhrif á Bakkafjöruverkefnið. Við skulum vera bjartsýn á að þetta verkefni heppnist.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.3.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband