Nýjar myndir frá Bakkafjöru

AP Bakki

Arnór Páll Valdimarsson (Addi Palli)  hjá Flugfélagi Vestmannaeyja sendi mér þessar myndir í dag af framkvæmdum í Bakkafjöru, en þeim miðar vel og eru held ég á áætlun. Þakka ég Adda Palla vini mínum kærlega fyrir þessar myndir.

Á fyrstu tveimur myndunum má sjá varnargarðana og framkvæmdirnar úr lofti.

Þá er mynd af vestmannaeyingnum Ægir Pálssyni sem vinnur við Bakkafjöru sem gröfumaður.

 

 

 

 

AP Bakki 1AP Bakki 2

 

AP Bakki 4AP Bakki 5

Eins og sjá má á þessum myndum eru miklar framkvæmdir þarna í Bakkafjöru verið að  steypa stöpla undir þau mannvirki sem þarna eru að rísa í fjöruni. Maðurinn í gula gallanum með hjálminn er Helgi Gunnarsson verkstjóri á svæðinu, hann er Eyjamaður í húð og hár og brosmildur að vanda.

 

 

AP Bakki 3AP Bakki 6

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi þykja mér þessir sjóvarnargarðar veiklulegir.Ég þekki Helga ,hann er hinn fínasti náungi.Hljóta að halda þessir garðar þar sem Helgi er að verki.

Númi (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 22:48

2 identicon

Gaman að fá þessar myndir, ég ætti að senda þér nokkrar ef þig langar af fjallgöngunum hér í eyjum en ég er mikið í þesskonar dundi, svo margt að sjá og stórkostlegir gimsteynar hvert sem maður lýtur. Mér finnst alltaf jafn gaman að kíkja á síðuna hjá þér því hún er lifandi og alltaf eitthvað spennandi að sjá. Heyrumst þinn vinur Halldór.

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:54

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Númi og takk fyrir innlitið, ég er nú ekki viss um að þér þætti þeir veiklulegir ef þú færir þarna niðureftir og skoðaðir þessa varnargarða, sem eru mikið mannvirki enda eiga þeir að þola mikið álag og sjógang. Já ég tek undir það að Helgi Gunnarson er fínasti náungi og hörkuduglegur, enda orginal Eyjamaður .

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.3.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór og takk fyrir þessa athugasemd, já ég veit að það eru margir gimsteinar í Eyjum og þessar myndir sem Egill Egilsson sendi mér í vetur og ég setti hér á síðuna mína bera vitni um það að Vestmannaeyjar eru einn stór gimsteinn. Það væri frábært að fá myndir frá þér Halldór minn maður fær aldrei nóg af þessum myndum frá Eyjum bæði gömlum og nýjum. Og sem betur fer eru margir sem hafa gaman að skoða þessar myndir.

Kær kveðja til þín og þinna

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.3.2010 kl. 21:45

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Glæsilegt að sjá þetta Simmi. Gaman að sjá hvernig þessu miðar - kominn smá fiðringur í mann fyrir þessu. Bestu kveðjur af skerinu fagra í suðri

Gísli Foster Hjartarson, 15.3.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli og takk fyrir innlitið, já þetta er spennandi og vonandi heppnast þessi framkvæmd. Sömu leiðis kær kveðja til þín og ykkar í Eyrúnu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.3.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband