9.3.2010 | 21:15
Jólakort í Mars
Til gamans sagt frá jólakorti
. Á sunnudaginn fór ég í pósthólfið mitt til að sækja blaðið sem þar var ásamt einu umslagi sem á stóð Jól í einu horni umslagsins. Við nánari skoðun kom í ljós að þarna var óupptekið jólakorti frá frænda mínum hér í Kópavogi sem sett var í póst í Kópavogi 22. desember 2009. 'A því stóð nafnið mitt og Hliðarhjalli 15 en við eigum heima á Heiðarhjalla. Kortið hafði verið 2,5 mánuði á leiðinni til okkar, en frá pósthúsinu þar sem það var póstlagt og hingað heim er 1,5 km. Segið svo að það sé ekki góð póstþjónusta eftir að hún var einkavædd.
..


Kær kveðja SÞS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.