8.3.2010 | 00:23
Gamli og nýji tíminn bylting í öryggismálum sjómanna
Gúmmíbjörgunarbátur í Sigmunds losunar og sjósetningarbúnaði.
Með þessum búnaði er hægt að skjóta gúmmibátnum út í sjó frá stýrishúsi eða á staðnum og báturinn blæst sjálfkrafa út. Ef ekki gefst tími til að sjósetja hann áður en skipið sekkur, gerist þetta sjálfkrafa.
Á þessari mynd sést hvítur kassi þarna undir hvalbak vinstra meginn á myndinni, þetta er geymslustaður 12 manna gúmmíbáts sem þarna er geymdur í segltösku. Það er ekki auðvelt verk að ná honum þarna úr kassanum og koma honum í sjó í slæmu veðri eða með skipið á hliðinni, draga út 16 til 18 metra línu til að blása hann upp.
Að vísu var annar svona kassi með gúmmíbjörgunarbát uppi á stýrishúsi, en það var ekki auðveldara að sjósetja þann gúmmíbát á neyðarstundu.
Hér er gúmmíbátur ísbrinjaður í Sigmundsbúnaði á Þórunni Sveinsdóttir, hægt er að skjóta honum út með einu handtaki þó hann sé mikið ísaður.
Þessi búnaður er ótrúleg byting fyrir sjómenn sem lenda í neyð að geta sjósett Gúmmíbjörgunarbát á nokkrum sekundum. Þökk sé Sigmund Jóhannssyni teiknara m.m.
Athugasemdir
Sæll Sigmar, já hann Sigmund átti svo sannarlega skilið að fá Fálkaorðuna á sínum tíma, svona Sigmundsgálgi veitir manni öryggiskennd út á sjó.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 9.3.2010 kl. 00:41
Sæll Sigmar, það er mikið rétt að Sigmund á þakkir skyldar fyrir þennan útbúnað.
Elías Stefáns., 9.3.2010 kl. 09:59
Heilir og sælir Helgi Þór og Elías og takk fyrir innlitið og athugasemdir.. Já sjómenn eiga Sigmund mikið að þakka hvað varðar öryggisbúnað um borð í skipum, og einnig hvað varðar vinnuhagræðingu. 'Eg er sérstaklega ánægður þegar ég fæ athugasemdir við blogg mín um öryggismál því það virðast fáir hafa áhuga á þeim málum í dag.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.3.2010 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.