28.2.2010 | 17:24
Þjóðhátíðarmyndir
Myndirnar eru frá þjóðhátíð í fyrir margt löngu.
Þarna á fyrstu mynd sést vatnspósturinn þar sem lengst af var tekið vatn fyrir eyjabúa áður en vatnsleiðslan kom milli lands og Eyja.
Þessar myndir frá Sigurði Sig. eru öruglega frá einni fjölmennustu þjóðhátíð sem haldin hefur verið gegnum tíðina. Ég man ekki ártalið.
Athugasemdir
Þvílík breyting á þjóðhátíð, þó gætu þessar myndir verið stuttu eftir gos. Allavega finnst mér breytingin á hátíðinni vera orðin of mikil sölumennska, kannski gott ég veit það annars ekki. Gæti trúað að þegar Bakkafjara verður opnuð að menn verði að hafa einhvert þak á fjöldanum.. En alltaf jafn gaman að kíkja á þessa síðu... Simmi þú ert langflottastur og vonandi kíkiru í kaffi til mín á sjúkrahúsið..
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 21:41
Heill og sæll, ég gæti trúað að þessar myndir séu frá 1971. Ég merki það af bílum sem sjást á myndunum og einnig því að ekki er brú á tjörninni þ.e. Týs-þjóðhátíð. Kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 21:29
Heill og sæll Halldór og takk fyrir innlit og athugasemd. Ég er sammála þér að Þjóðhátíðin er orðin of mikil sölumennska en kannski erum við bara orðnir gamlir og fylgjumst ekki með tímanum. Bakkafjara á eftir að hafa gífurleg áhrif á fjölda á þjóðhátíð og kannski er það rétt hjá þér að það þurfi að hafa þak á fjöldanum, en því held ég að verði erfitt að framfylgja. Já kannski maður kíki í kaffi einhverntíman þegar ég verð á ferð í Eyjum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.3.2010 kl. 21:50
Heill og sæll Sigþór og takk fyrir innlitið og upplýsingarnar, ég hef ekki hugmynd um hvenær þessi þjóðhátíð var. en hún hefur verið fjölmenn það fer ekki á milli mála.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.3.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.