Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði

Sigurður Sigurðsson kokkur

 

Myndin er af Sigurði Sigurðsyni frá Stakkageri tekin í ágúst 1963, þarna er hann kokkur á Erlingi VE og er að hella upp á kaffi  fyrir kallana. Þetta sama ár var Siggi útskrifaður vélstjóri með 400 hestafla réttindi, en var beðinn um að vera kokkur þessa vertíð. Að eigin sögn hafði hann ekki mikla reynslu í eldamensku en þjálfaðist í því er líða tók á vertíðina. Það var oft erfitt að fá matsveina á báta á þessum tíma enda starfið oft á tíðum erfitt og vanmetið.

Á þessum árum var ávalt stór pottur fullur af sjóðandi vatni á eldavélinni þannig að það tók ekki langan tíma að hita kaffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svkalega er gaman að lesa bloggið þitt, er með þessa síðu alltaf uppi og mátti til með að senda þér línu og hrósa þér fyrir frábært blogg. Haltu áfram á sömu braut og sérstaklega gaman að skoða eldra efnið. Hafðu það gott Simmi minn og við eyjamönn söknum þín. Þinn vinur Halldór.

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, mikið er ég sammála honum Halldóri hér að ofan, og ég tek undir kveðjuna.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.2.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór og þakka þér kærlega fyrir innlitið og góð orð um síðuna mína, það er nú einmitt svona athugasemdir Halldór minn eins og frá þér og Helga Þór sem hvetur mann til að halda áfram að setja inn þetta efni. Það eru fleiri en maður hélt í fyrstu sem hafa áhuga á þessu efni sem ég er með á blogginu mínu. Það kom mér skemmtilega á óvart að það eru ekki bara við eldra fólkið sem höfum gaman að skoða gamlar myndir og þetta eldra efni heldur yngra fólkið líka.  Hafðu það sömu leiðis gótt Halldór minn og ég bið að heilsa þér og þínum.

Kær kveðja úr Kópavoginum

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.2.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi bloggvinur, Þakka þér sömuleiðis fyrir innlitið og góð orð og kveðjur. Hvar ertu að vinna núna Helgi ?

Kær kveðja úr snjónum í Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.2.2010 kl. 18:09

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég persónulega hef einmitt stórgaman að þessum skrifum og myndum hérna hjá þér.

Árni Sigurður Pétursson, 28.2.2010 kl. 17:29

6 identicon

Sæll Simmi ég hef engu að bæta við þetta sem Dóri og Helgi eru búnir að skrifa ....meira af austur bænum...kær kveðja Jónas

Jónas K. Eggertsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband