25.2.2010 | 21:19
Minnismerki á kirkjulóð Landakirku
Á þessari mynd er minnismerki um drukknaða, þá sem hafa hrapað í björgum og þá sem hafa farist með flugvélum. Minnismerkið er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og er staðsett á lóð Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Einu sinni á ári, það er á Sjómannadaginn er borinn blómsveigur að þessu minnismerki til minningar um þá sem látist hafa af áðurnefndum slysförum. Þessi athöfn er ákaflega áhrifamikil og öllum minnistæð sem hafa fylgst með henni. Einar Gíslason í Betel sá lengst af um þennann þátt Sjómannadagsins með eftirminnilegum hætti, en er hann féll frá tók vinur minn Snorri Óskarson við af honum og hefur hann gengt þessu hlutverki síðan og farnast það vel eins og Einari frænda hans.
Á Sjómannadaginn árið 1999 Báru hjónin Óskar Þórarinsson og Ingibjörg Andersen blómsveig að minnisvarðanum og er myndin tekin við það tilefni.
kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Innlitskvitt.
Helgi Þór Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 22:49
Takk fyrir þetta Sigmar.
Gaman að sjá Óskar á Háeyri þarna og Ingu, en hann var snúningur í gamla daga á Miðbælisbökkum, áður en ég fæddist, en hann og þau, hjónin mikið vinafólk foreldra minna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2010 kl. 23:50
Heil og sæl Helgi og Guðrun María og takk fyrir innlitið. Gaman að þessu orði snúningur
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.3.2010 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.