23.2.2010 | 23:02
Frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson
Mig langar að benda á frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson um Guðrúnarslysið 23. janúar 1953, viðtalið tók Arnþór Helgason bloggvinur minn, sjá slóð hljód.blogg.is hér neðst.
kær kveðja SÞS
Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.
Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.
Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.
http://hljod.blog.is/blog/hljod/
Athugasemdir
Sæll Sigmar, mikið rosalega er þessi frásögn góð, þessi heimild er gull, veistu hvort björgunarbáturinn sé til en þá?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 11:37
Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið, já þessi frásögn er mjög góð og er ómetanlegt innlegg í söguna um Gúmmibátana og báráttu sjómanna í Vestmannaeyjum fyrir bættum öryggisbúnaði skipa. En því miður held ég að þessi bátur sé ekki til í dag, alla vega veit ég ekki til þess að hann hafi verið varðveittur frekar en annað sem tengist sjómennsku.
kær kveðja úr Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.