23.2.2010 | 18:36
Á netavertið á Ófeigi II VE.
Baujan tekin það er auðsjáanlega ekki mikill fiskur í netunum þegar horft er yfir úrgreiðsluborðið, en það var ekki vanalegt hjá Einari Ólafsyni sem var skipstjóri á Ofeigi II. þegarSigurður Sigurðsson tók þessar myndir. Sennilega er verið að taka þarna upp netin þar sem dregið er í eins og kallað er.
Gunnar Árnason við úrgreiðsluborðið ég þekki ekki þann sem er við hliðina á honum. Þeir voru flott klæddir á þessum árum þeir Gunnar Árnason og Ragnar Sigurbjörnsson báðir í flottum peysum, þarna er ekki brælan örugglega komið vor.
Því miður man ég ekki nafnið á þessum sem hér er í sjóstakknum með flotta prjónapotlu, en á seinustu myndinni er er Einar Ólafsson skipstjóri í peysu. Ég þekki ekki manninn á bryggunni sem er í stakknum. Hjólið á líklaega Sigurður Sigurðsson sem tók allar þessar myndir.
Eftirfarandi athugasemd sendi mér vinur minn Þórarinn Sigurðsson og þakka ég honum kærlega fyrir:
Sæll vertu Simmi..Maðurinn með baujuna heitir Steingrímur Sigurðsson og byr á Egilsstöðum.Sá við Hliðina á Gunnari er sennilega Hjálmar frá Borgarfirði eystri. Sá við hliðina á Ragga er Már Jónsson kennari.Sá með húfuna er Jón Gunnlaugsson bróðir Sverris á Vestmannaey og þessi á brygguni er Hjálmar frá Bakkafirði bróðir konu Jögvans í ríkinu. kv ÞS
Athugasemdir
Sæll Sigmar, gæti þessi maður í sjóstakknum hjá Einari verið hann Varnek færeyjingur?
Helgi Þór Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 20:26
Sæll vertu Simmi..Maðurinn með baujuna heitir Steingrímur Sigurðsson og byr á Egilsstöðum.Sá við Hliðina á Gunnari er sennilega Hjálmar frá Borgarfirði eystri.Sá við hliðina á Ragga er Már Jónsson kennari.Sá með húfuna er Jón Gunnlaugsson bróðir Sverris á Vestmannaey og þessi á brygguni er Hjálmar frá Bakkafirði bróðir konu Jögvans í ríkinu kv
þs (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 20:45
Heilir og sælir Helgi og Þórarinn og takk fyrir innlitið, Helgi ég held að þetta sé rétt hjá Þórarinn. Ég nota þína athugasemd á síðuna mína Þórarinn, takk fyrir þessi nöfn.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.