19.2.2010 | 23:53
Fleiri gosmyndir frá Eyjum
Hér er hraunrenslið stopp við Fiskiðjuna, konan á myndinni er Gréta Kortsdóttir kona Sigurðar Sigurðssonar sem tók þessar myndir
Þessar myndir eru frá Kirkjuveginum en Sigurður bjó í þessu húsi þegar gaus í Eyjum 1973.
Þessar myndir eru teknar af húsum sem eru við Vestmannabraut og Faxastig lengst til hægri er Betel við Faxastíg , á seinustu myndinni er Gréta Kortsdóttir og Kort faðir hennar að vinna við að hreinsa lóðina við hús Korts.
Athugasemdir
Heill og sæll, gaman að sjá myndir af Kort afabróðir mínum, hann var mikill öndvegis maður traustur og yfirvegaður. Þarna er hann 65ára gamall. Ekki er ég viss um að allir geri sér grein fyrir því vikurmagni sem lagðist yfir bæinn nema sjá myndir sem þessar og bera saman við daginn í dag. Kveðja í kotið, Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 23:01
Kærar þakkir fyrir þessar myndir.
Gaman að sjá mynd af Kort, sem var vinur pabba heitins. Það var og er heljarafrek að moka bæinn eftir þessi ósköp.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.2.2010 kl. 00:41
Enn og aftur kemurðu með flottar myndir að heiman. Það er virkilega gaman að fylgjast með síðunni hjá þér.
Takk fyrir mig.
Aðalsteinn Baldursson, 22.2.2010 kl. 18:57
Heil og sæl Sigþór, Guðrún María og Aðalsteinn og takk fyrir innlitið og athugasemdir sem þið skrifið hér við þessa færslu. Já til þess er nú leikurinn gerður að kynna fólki hvernig þetta var um og eftir gos, það var mikil vinna að hreinsa þetta allt saman af hverrri lóð fyrir sig.
Það er alltaf gaman að fá athugasemdir við þessar færslur sérstaklega þegar fylgja með upplýsingar um það sem skrifað er.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2010 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.