Stórkostlegar björgunarsveitir á Langjökli

Enn og aftur fá björgunarsveitirnar veðskuldað hrós fyrir að bjarga lífi konu og 11 ára syni hennar á Langjökli. Ég held að fáir venjulegir menn geri sér grein fyrir hverssu mikið afrek þetta er, og hve mikið björgunarsveitarmenn leggja á sig þegar þeir fara í svona björgunarleiðangur, hvenær sem kallið kemur. Það er staðreynd að oft eru þessar ferðir björgunnarmanna mjög hættulegar fyrir þá sjálfa þó þeir tali ekki mikið um það, en sem betur fer eru fá slys hjá þessu fólki þó svo hafi ekki alltaf verið  gegnum árin.

Við íslendingar getum verið svo óendanlega stolltir af þessum Björgunarsveitum að hálfa væri nóg, ég óska þeim hér með til hamingju með þessa frábæru björgun á Langjökli.

 


mbl.is Var búin að missa vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mikið gríðarlega er ég sammála þér. Það er alveg sama hvað bjátar á alltaf  og þá meina ég alltaf hlaupa þeir til fyrstir og ganga í hlutina af þvílíkum krafti. Þetta hlýtur að vera ein dýrmætasta gjöf sem maður getur fengið að bjarga fólki og hvað þá frá dauðum.

Þeir sýna það og sanna að þá má ekki draga saman í björgunarmálum á íslandi. Ég vil ekki hugsa til þess ef þeir hefðu ekki komist þetta vegna tækjaskorts. Björgunarsveitin heima í eyjum er til að mynda mjög sterk og sérstaklega í björgun á hafi úti. Með góðan og sterkan bát og með lægstu útkallstíma á landinu held ég alveg örugglega og hraðskreyðasta bjorgunarbátinn. Hann hefur farið nokkur útköllin sá. Bjargaði meðal annas litla bróður mínum og vini mínum úr svaðilför þegar báturinn þeirra fór upp í fjöru. 

Lengi lifi björgunarsveitirnar allt í kringum ísland. 

Kveðja Birkir Inga. Skipstjórnarnemi og eyjamaður í húð og hár. 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk og samála fyrir hönd okkar íslendinga

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 00:56

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Birkir og takk fyrir innlitið. Ég er sammála þér að það hlítur að vera góð tilfinning að bjarga fólki frá dauðum  hvort það er á landi eða sjó. Vestmannaeyingar hafa alltaf átt góðar björgunarsveitir enda alltaf verið mikill áhugi á öryggismálum í Eyjum. Það er einnig rétt hjá þér að í dag þurfa þessar björgunarsveitir að eiga góð og traust tæki til að geta brugðist við bæði fljótt og vel. Björgunarbáturinn Þór er eitt af þessum björgunartækjum sem hafa rækilega sannað gildi sitt. Nefna má eitt dæmi þegar þeir björguðu tveimur mönnum við Elliðaey vorið 2002. Það var talið frábært björgunarafrek þar sem fullyrt var að lífi tveggja manna hafi verið bjargað fyrir snarræði björgunarmanna. Í þessu tilfelli líðu 14 mínútur frá því áhöfn var ræst út og þar til mönnunum hafði verið bjargað um borð í björgunarskipið Þór. Það er nauðsynlegt að halda á lofti þessum afrekum björgunarsveita svo fólk vilji styrkja sveitirnar þegar þær eru í fjáröflun.

Það er ósk mín Birkir að í nútíð og framtíð verði áfram mikill áhugi á öryggismálum og björgunarmálum bæði til sjós og lands.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.2.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband