Myndir frá fyrstu klukkutímum Vestmannaeyjagossins 1973

SS á  fyrstu dögum GosinsSS á  fyrstu dögum Gosins 1

 Myndirnar eru frá fyrstu klukkutímum gossins 1973 og á fyrstu myndinni eru Sigurður  Sigurðsson og að ég held Bogi bróðir hans, en Sigurður á þessar myndir sem ég hef verið að setja hér á bloggið mitt. Því miður þekki ég ekki þessi hús á mynd 3.

SS á  fyrstu dögum Gosins 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Simmi,alltaf svo gaman að kíkja á síðuna þína,kveðja.

margrét júlíusdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Þetta vekur upp minningar, en aldrei gleymir maður þessum degi þótt ég hafi verið heima undir Fjöllunum en ekki í Eyjum.  Amma var þar búandi á Urðarveginum og afi á elliheimilinu. Túnið heima nötraði þegar leið undir hádegi, og búfé allt á hreyfingu, mjög sérkennilegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilar og sælar Margrét og Guðrun María og takk fyrir innlitið. Já það er alltaf gaman að skoða þessar myndir og láta minningarnar koma upp í hugan. Hver var afi þinn og amma Guðrun María?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.2.2010 kl. 21:02

4 identicon

Heill og sæll, húsin á myndinni eru heimili Didda frá Svanhól (húsið með bílskúrnum) og hús Siffa múrara og Jónu Péturs frá Kirkjubæ. Kveðja Sigþór

Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Sigmar.

Amma mín var Steinunn Jónsdóttir, systir Stínu í Gíslholti, og Siggu á Landagötu 16., og Jóhönnu, og Guðrúnar á Miðbælisbökkum fósturmóður pabba, ( sem ég heiti í höfuðið á ) osfrv. en þau systkini voru 14, frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum.

Afi var Ketill Brandsson, bróðir Ingimundar í Yzta Bæli, Eggerts og Guðrúnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.2.2010 kl. 01:28

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrun María ég man vel eftir afa þínum Ketil Brandsyni þegar hann vann hjá Helga Ben í gamla daga. Hefur þú lesið minningargreinina um Ketil Brandsson  sem er í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja?? það er mjög góð grein um hann.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2010 kl. 12:41

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigþór Takk fyrir þessar upplýsingar um Húsin þarna austurfrá.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2010 kl. 12:42

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Sigmar.

Já gaman að heyra það.

Nei ég hefi örugglega ekki séð þá grein, um afa, enda orðið langt síðan maður hefur séð Sjómannadagsblað úr Eyjum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband