30.1.2010 | 16:51
Víking Björgunarbátar bjarga í fyrsta skipti.
Það eru eru 50 ár síðan Vínking Gúmmíbátaframleiðandinn stofnaði fyrirtækið, hér segir frá tveimur slysum þar sem Gúmmíbjörgunarbátar Víkings koma við sögu.
Fyrsti VIKING gúmmíbjörgunarbáturinn bjargar sjómönnum. Þann 10. mars 1963 fórst Danska fiskiskipið Dagmar Larsen. Eftir mjög ýtarlega en árangurslausa leit SOK, Danska leitar- og björgunarliðsins, auk liðsinnis tveggja tundurduflaslæðara og nokkurra annarra herskipa, leit sem stóð yfir í nokkra daga, og náði yfir 10,000 fermílna svæði, var ákveðið að hætta leit. Í kjölfarið hafði SOK samband við Hr. Bjerre-Madsen til að fá úr því skorið hvort fiskiskipið hafi verið útbúið gúmmíbjörgunarbát. Fjölskyldur áhafnarinnar töldu svo ekki vera en Hr. Bjerre-Madsen upplýsti SOK með ánægju að rétt fyrir brottför hafi hann sannfært Hr. Larsen, eiganda fiskveiðiskipsins, að setja um borð í skipið gúmmíbjörgunarbáta, áður en haldið var til hafs. Þar af leiðandi var Hr. Larsen og tveimur áhafnarmeðlimum hans bjargað eftir þriggja sólarhringa dvöl í VIKING gúmmíbjörgunarbáti. Fregnum af afrdifum fiskveiðimannanna þriggja var tekið með fögnuði, þá sérstaklega af Nordisk Gummibåtsfabrik og starfsmanna þess er höfðu allir fylgst með fregnum af atvikinu á útvarpsstöðinni Radio Blåvand. Þó að sýnt hafði verið fram á mikilvægi gúmmíbjörgunarbátanna áttu enn nokkur ár eftir að líða áður en gúmmíbjörgunarbáturinn var í raun viðurkenndur á heimsvísu sem björgunartæki:
Þann 7. september 1966 fórst Norska ferjan Skagerak úti við Hirtshals á vesturströnd Dannmerkur. Öllum 144 farþegum skipsins var bjargað í einni best heppnu björgunaraðgerð sögunnar. 22 tuttugu manna VIKING gúmmíbjörgunarbátar voru notaðir og leiddi velgengni aðgerðarinnar til þess að VIKING vörur voru kynntar á heimsvísu.
Í Sjómannablaðinu Víkingnum segir frá þessu slysi:
Norska ferjan ,, Skagen ferst 143 manslífum bjargað.
(Mynd 1) Larsen ásamt einum skipverja hans.(Mynd 2) 22 VIKING gúmmíbjörgunarbátar í notkun hver bátur tekur 20 manns innanborðs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.