Grafarinn að störfum

Vestmannaey Grafari

 

Myndina sendi mér Ómar Kristmannsson með þeim texta að maðurinn í kappanum sé Einar í Betel, en Einar var nokkur ár starfsmaður Vestmannaeyjahafnar.
Þessu grafskipi sem hét Vestmannaey hefur verið grandað og er það að mínu viti slæmt slys að varðveita ekki þetta skip sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn í marga áratugi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu félagi,auðvitað hefði verið gaman að halda í grafskipið,en miðað við þann sóma sem Blátindi er syndur, þá er gott að hafa bara ljósmyndir,þær drabbast ekki niður,maður hefur þó minninguna kv þs

þs (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn, satt er það að ekki hefur Blátindi VE verið syndur viðeigandi sómi, enda hafa bæjarstjórnir undanfarna áratugi má segja, ekki haft áhuga á því að varðveita skip eða annað tengt sjávarútvegi. En það hefði verið mun auðveldara að halda við grafskipinu því það var í  góðu standi. Ég skoðaði það í nokkur ár og þykktarmældi,  það var í mjög góðu lagi með þykktir enda vel haldið við hér áður fyrr. Mig minnir að það hafi verið 1997 sem farið var yfir öll hnoð á grafskipinu og það var ótrúlega lítið af hnoðum sem þurfti að laga, það hefði því ekki þurft að kosta mikið að varðveita Grafskipið, en því miður áhugi manna sem ráða er á öðrum sviðum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.1.2010 kl. 23:27

3 identicon

Sæll frændi.

Ég get sagt þér og öðrum sem koma á þessa ágætu síðu hjá þér að ég

fór um borð í grafskipið og tók vídeómyndir um borð og einnig þegar það var að 

störfum í höfninni. En það get ég sagt þér að það var þessi flotta Sóló eldavél þarna um

borð, hún hefði verið góð í einhvern sumarbústað eða þennig sko.

Kær kveðja Stjáni á Emmunni

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 12:39

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi og takk fyrir innlitið. Já það hefði ekki verið mikið mál að varðveita þetta fræga skip sem þjónaði höfniini í áratugi. Það hefði líka verið gaman að hafa myndir í lúkkarnum af þeim dásamlegu köllum sem verið hafa á grafskipinu í gegnum tíðina. Gaman væri einhverntíman að fá að sjá þessa vídeómynd sem þú átt Stjáni.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.1.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband