20.1.2010 | 21:40
Vélskólinn í Vestmannaeyjum 1963 til 1964
Vélstjóraskólinn í Vestmannaeyjum 1964. Klikkið tvisvar á myndina til að stækka hana.
Myndirnar tók Óskar Björgvinsson ljósmyndari.
Efsta röð t.f.v; Brynjólfur Jónatansson kennari, Friðrik Pétursson kennari, Guðmundur Eírilksson skólastjóri, Henrik Linnet kennari, Magnús H. Magnússon kennari. Önnur röð t.f.v; Þór Í Vilhjálmsson, Magnús Stefánsson, Örligur Haraldsson, Ágúst Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar Halldórsson, Vilhjálmur Geirmundsson, Björn Pálsson. Þriðjaröð t.f.v; Guðni Benediktsson, Jóel Guðmundsson, Sigmar Þ. Sveinbjörnsson, Borgþór Pálsson. Fjörða röð t.f.v; Guðmundur Gíslason, Sigurbjartur Kjartansson, Valur Svavarsson, Jón Guðmundsson, Kristmann Kristmannsson, Helgi Egilsson, Grímur Magnússon, Sigurður Sigurðsson.
Til fróðleiks má geta þess að þarna á myndinni eru 20 nemendur, 17 af þeim bjuggu í Vestmannaeyjum um lengri eða skemmri tíma. Af þessum 17 mönnum dóu 3 í sjóslysum þeir Örlygur Haraldsson, Jóel Guðmundsson og Guðmundur Gíslason.
Það sem m.a. er minnistætt frá þessu ári og námskeiði er að Surtur fór að gjósa á árinu 1963 þegar námskeiðið stóð yfir og ég man að þetta var góður hópur í þessum árgangi. Þetta námskeið í vélstjórn gaf okkur réttindi til vélstjórar með 400 hestafla vélar. Þetta þótti góður skóli í þá daga því það voru ekki margir bátar í Eyjum með stærri vélar. Í dag eru margir smábátar með langt yfir 500 hestafla vélar.
kær kveðja
Athugasemdir
Sæll Sigmar og takk fyrir fræðandi skrif og skemmtileg,ég biðst forláts að nýta mér síðuna þina og biðja þig um að kíkja inn á bloggið mitt og ef þú er á sama máli að taka upp málið við þá sem þú þekkir og hvetja menn til að gera eitthvað,þó ekki væri nema hafa skoðun og tjá hana.
Með þökk.kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 20.1.2010 kl. 22:07
Sæll Sigmar, þessi mynd var upp á vegg allatíð á mínu æskuheimili, bara gaman af þessu.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 22:58
Sæll Sigmar og takk fyrir að gerast bloggvinur.
Það er alveg hreint stórskemmtilegt að skoða bloggið þitt og myndir úr Eyjum frá ýmsum timum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.1.2010 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.