Fleiri góðar Gosmyndir frá Ómari Kristmanns

Ómar, Eldfell spúanfi eldi

 

Eldfellið séð frá Friðarhafnarbryggju þarna er fjallið enn spúandi eldi í apríl 1973.

Þarna sést yfir á Básaskersbryggju og næst á myndinni er Olíuportið og yfir það má sjá Emmuhúsið sem í dag er í eigu Benónýs Gíslasonar.

 

 

 

 

Ómar, Fiskiðjan Nausthamar

 

Prammi hafnarinnar í Eyjum við  Nausthamarsbryggju. Þarna er dæling á hraunið í fullum gangi sjá má dæluvélarnar á prammanum og Fiskiðjuna til hægri á myndinni. Þótt menn hafi ekki allir í fyrstu haft trú á að dælig og kæling hraunsins mundi hefta hraunrennslið, held ég að flestir hafi í lokin viðurkennt að þessi aðgerð hafði tilætluð  áhrif og hraunið hefði farið mun lengra ef ekkert hefði verið gert til varnar.

 

 

 

 Ómar, útvegsbankinn og hraunið

 

Útvegsbanki Íslands held ég hann hafi heitið í þá gömlu góðu daga.

Hér sjáum við austur að nýjahrauninu, og vikur kominn upp á glugga.

Myndirnar tók Ómar Kristmannsson í apríl 1973.

Kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu..Taktu eftir hvað klukkan á bankanum er..Svona stoppaði hún gosnóttina kv þs

þs (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll tóti og takk fyrir þessa athugasemd, ég hafði ekki tekið eftir hvað klukkan var, en skrítið að klukkan hafi stoppað um það leiti sem gósið hófst, getur verið að hún hafi ekki þolað þennann litla jarðskjálfta sem kom við upphaf gossins ?.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.1.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband