18.1.2010 | 23:56
Gosmyndir frá Ómari Kristmannssyni
Þessar myndir eru teknar í apríl 1973 af Eldfelli og húsum á kafi í ösku. Ekki er ég klár á við hvaða götu þessi hús eru, en gaman væri ef einhver þekkti húsin og götu og að sá hinn sami setti hér inn athugasemd.
Hér á mynd tvö er Sjúkrahús Vestmannaeyja en það stendur við Sólhlið. Einnig sjást nokkur hús sem standa við Helgafellsbraut. Þarna sést lika vel Eldfellið spúandi gosreyk og líklega einhverri ösku með.
Myndirnar tók vinur minn Ómar Kristmannsson í apríl 1973
Athugasemdir
Sæll Simmi..getur ekki verið að þetta sé Birkihlíðin??
kv Huginn
Huginn Helgason ( Reynistað) :) (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 11:53
Heill og sæll Huginn og takk fyrir innliti. Ég er ekki alveg viss á þessu, en það hlítur einhver sem kemur hér inn á síðuna að þekkja þessi hús og götu.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.1.2010 kl. 20:05
Sæll vertu,,Efsta húsið er no 26 sést í gaflinn á 24 síðan kemur no 20 og fyrsta húsið er hús Búdda í bankanum no 18 held að þetta sé klárlega rétt v þs
þs (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 20:12
Húsið sem sést í gaflinn er hús Halla Gísla og er no 22 Svalbarði var örugglega no 24 kv þs
þs (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 20:18
Heill og sæll Þórarinn, takk fyrir þetta þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.1.2010 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.