16.1.2010 | 22:58
Myndir frá gosinu og hreinsun ösku
Þetta eru myndir sem ég tók í gosinu og þegar verið var að hreinsa bæinn eftir gosið 1973.
Þessi vegur liggur hér framhjá húsinu Bjarma og upp á nýjahraun. Á myndinni eru Kolla og Gísli . Á seinni myndinni eru bílar á krossgötum Kirkjuvegar og Illugagötu fullir af vikri en mikil vinna var við að hreinsa vikurinn sem dreifðist yfir bæinn í eldgosinu. Vikurinn var m.a. notaður í flugvöllinn og vegi vestur á Heimaey.
Athugasemdir
Sæll vertu Simmi minn..Gaman að sjá þessar myndir,,þær bara rifja upp,,,Veistu þegar ég sé búðina Bjarma þá rifjar það upp minningar , í desember fyrir gos þá ætluðum við Óli Jóns í Laufási,ásamt okkar ekta kvinnum að kaupa versluna,Bjarma það gekk svo langt að lagerinn var talinn,en þar frá náðust ekki samningar við Palla Helga,og ekkert meira um það að segja, kv þs
þs (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 00:54
Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir innlitið. Það er gaman að þessari athugasemd þinni. Var á þessum tíma skóverslunin vestast í húsinu ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.1.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.