16.1.2010 | 22:36
Blaðið Samfélagið
Þetta blað Samafélagið, blað Vestmannaeyinga í dreifingunni var gefið út árið 1973 og dreift ókeypis til allra Vestmannaeyinga sem dreifðir voru um allt landið. Ekki veit ég hvort gefin voru út fleiri blöð en þetta.
Í fyrstu grein blaðsins er nefnist Fylgt úr hlaði skrifar Þórsteinn Lúter m.a. en of langt mál yrði að skrifa hér upp alla greinina, en Þorsteinn Lúter var öflugur málsvari Eyjamanna á þessum tíma:
"Fylgt úr hlaðiÞetta blað, sem nú hefur göngu sína á brýnt erindi við okkur alla Vestmannaeyinga og því brýnna sem við erum dreifðir um allar jarðir. Við sem fram til örlaganæturinnar 23. janúar s.l. höfum verið eitt bæjarfélag, vorum á einu andartaki slitinn upp með rótum. Við urðum að yfirgefa átthaga og eignir, segja skilið við ævistarf og slá striki yfir allar áætlanir um verklega framkvæmdir í byrjun vertíðar og um nána framtíð.
Þótt segja megi um okkur Vestmannaeyinga, eins og reyndar um alla menn, að svo sé margt sinnið sem skinnið, eigum við engu að síðu það sameiningartákn, sem auðkennir okkur afdráttalausar en flest önnur byggðarlög á landi hér, en það er rótgróinn samfélagskennd, sem byggist á aldagamalli og áhættusamri lífsbaráttu og rótgrónum venjum og hugsunarhætti sjómannsins og sjómannskonunnar og gengið hefur í arf frá einni kynslóð til annarar.
Með þessu er ekki sagt, að við séum alltaf sammála um allt, sem fyrir kannað koma í daglegu lífi . En það eitt að ræða málin frá öllum hliðum hrærir upp í fólki, skapar líf og vöxt, en aldrei kyrrstöðu. Það sýna hinar stórstígu framfarir og hið þróttuga athafnarlíf, sem löngum hefur gert þennan garð frægan og skapað hefur betri og jafnari efnalega velsæld en þekkst hefur annars staðar.
Þetta hefur ekki gengið átakalaust, en áræði, kjarkur og þrek hefur brýnt menn til nýrra og æ stærri framkvæmda, er jafnan hafa reynst samfélaginu til heilla. Þótt margir væru í fyrstu uggandi um afdrif djarfra fyrirætlana, hefur komið á daginn undantekningarlitið, að óhætt hefur reynst að fylgja brautryðjendunum."
(Þetta rifjar upp minningar frá þessum árum)
Eldgosið 1973 séð í gegnum Eiðið, þetta var algeng sjón okkar sjómanna sem vorum á veiðum við Vestmannaeyjar á þessum tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.