8.1.2010 | 18:12
Við dúfubyrgið sem byggt við Illugagötu 2
Á myndinni eru t.fv; Matthías, Kristján Valur og Sigurjón Óskarssynir
Matthías Óskarsson hafði forgöngu í þá gömlu góðu daga að byggja dúfubyrgi þarna við Illugagötuna en mig minnir að við höfum allir frændurnir verið með í þessu dúfuhaldi. Þarna voru margar dúfurtegundir geymdar, má þar nefna svokallaða toppara, ísara og dvergdúfu sem fáir peyjar áttu á þessum tíma, allar þessar dúfur höfðu nafn sem ég man ekki lengur, nema dvergdúfan hét Mikki. Þessir ágætu frændur mínir voru sendir í sveit á sumrin og þá kom í minn hlut að hugsa um dúfurnar á meðan.
Athugasemdir
Mér finnst þetta afar skemmtilegt blogg hjá þér um dúfnabyggðina við Íllugagötu2.´´Eg átti dúfur lika hér Selfossi í gamla daga, átti ísara ,skræpur nokkrar,hojara og 1 prestara sem var toppurinn mig minnir að
Ágeir jóhann (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:51
Heill og sæll Ásgeir Jóhann og takk fyrir innlitið og þessa athugasemd þína. Þú nefnir þarna tegundir sem ég var búinn að gleyma takk fyrir það, já þetta var algeng tómstundariðja hjá strákum í gamla daga .
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.