6.1.2010 | 17:15
Það sem eftir er af þessu fræga skipi Skaftfellingi VE 33
Skaftfellingur VE 33 var smíaður í Danmörku 1916.
Skaftfellingur VE þjónaði Skaftfellingum og Vestmannaeyingum um fjögurra áratuga skeið. Fátítt mun, ef ekki einsdæmi, að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafn lengi gengt hlutverki farþega- og flutningarskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafellssýlur á árunum 1918 - 1939 og eftir það á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur fram til ársins 1959. Auk þess var Skaftfellingur í fiskflutningum á milli Vestmannaeyja og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin, og háði þá marga hildi við Ægi konung. Mesta frægðarverk áhafnar skipsins var björgun þýskra kafbátsmanna í ágúst 1942. Þá komst Skaftfellingur einnig undan þýskum kafbáti sem talinn var hafa skotið að skipinu nokkrum vikum eftir björgun áhafnar kafbátsins. Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út lítið rit er þeir nefna; Saga Skaftfellings VE 33 Ágrip þar er saga hans rakin í máli og myndum, eiga þeir bræður heiður skilið fyrir þetta verk.
Myndina tók Halldór Guðbjörnsson.
Sigþór Ingvarsson sendi mér eftirfarandi athugasemd og takk fyrir það Sigþór.:
Heill og sæll, báturinn var fluttur til Vikur fyrir tilstuðlan Sigrúnar Jónsdóttur listakonu,en hún bar miklar taugar til bátsins. Stjáni á Flötunum sá um að koma bátnum til Víkur, hann er nú hýstur í gömlu pakkhúsi í þorpinu. Til gamans má geta þess að Skaftfellingur er stærsta skip sem farið hefur innfyrir Búrfell! Kveðja Sigþór
Athugasemdir
Og hvar er hann nú????
Pétur Steingrímsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:42
Heill og sæll Pétur, ég held að hann hafi farið til Vík í Mýrdal.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.1.2010 kl. 22:54
Heill og sæll, báturinn var fluttur til Vikur fyrir tilstuðlan Sigrúnar Jónsdóttur listakonu,en hún bar miklar taugar til bátsins. Stjáni á Flötunum sá um að koma bátnum til Víkur, hann er nú hýstur í gömlu pakkhúsi í þorpinu. Til gamans má geta þess að Skaftfellingur er stærsta skip sem farið hefur innfyrir Búrfell! Kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:52
Sæll vertu Simmi,,, á heimaslod.is er saga Skaftfellings rakin ytarlega kv,,,,,,ps Gleðilegt ár og allt það
þs (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 22:41
Heill og sæll Þórarinn og gleðilegt ár. Ég vissi það en það er engu að síður gaman að rifja upp minningar um þetta skip.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.1.2010 kl. 23:53
Sæll Simmi,Maðu kom nú oft um borð í Skaftfelling þegar maður lék sér í slippnum.
Nei ég á ekki myndir frá sjóvinunni á Breiðabliki,þess vegna þykir mér svo gaman að sjá þessar myndir þaðan,því málið er mér skilt.kv
þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 07:02
Sæll Sigmar og megi nýja árið vera þér gott og hafðu þökk fyrir skemmtilegt blogg
Ég fór fyrir 2 árum til Víkur meðal annars til að taka myndir af Skaftfellingi og leitaði mikið að bátnum,en það var ekki mögulegt að finna neitt af honum né heldur gat nokkur heimamaður sagt mér afdrif hans,en sumir töldu að það væri búið að farga honum endanlega,það eina sem er þá eftir af skipinu sem ég veit um er akkeri og fl smádót sem er á Skógarsafni og komið þangað fyrir tilstuðlan Hafsteins Stefánssonar og Guðmundu Gunnarsdóttur samkv frásögn Þórðar á Skógum.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 17.1.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.