Hverjum stjórnmálaflokki


Hverjum stjórnmálaflokki er svo farið
að hann forðast að taka af skarið:
spurð hvað miljón sé stór
svarar miðstjórn í kór
það er misjafnt. hver biður um svarið?

---------------------------------------

Það er aumingi austur í Vík
sem á ekki heillega flík.
Hvernig má þetta vera?
Það er mikið að gera
og meðaltalsfjölskyldan rík!

Limrur eftir Jóhann S Hannesson


Bloggfærslur 25. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband