Frábært Kastljósið í kvöld

Það var frábært Kastljósið í kvöld þar sem rætt var um slysið á Jóni Hákoni. Helgi Seljan á heiður skilið að vekja máls á hvernig staðið er að "ránnsókn" á slysinu , sem er í raun engin rannsókn. Meira að sega Jón Arilíus hjá Rannsóknarnefd sjóslysa viðurkendi að það kæmi lítið út úr þessum rannsóknum nema skipið væri tekip upp af hafsbotni. Það sem kom mér virkilega mikið á óvart er að menn frá Samgöngustofu vildu ekki koma í viðtal og ræða hvað þeir væru að gera í þessu máli. Það er kannski lítið verið að gera þar, bara bíða eftir Rannsókarnefnd sjóslysa  sem skilar kannski skýrslu eftir nokkra mánuðu eða ár.

Vonandi verður áframhald á þessari umræðu um þetta slys og fleiri sem hafa verið þögguð niðri á síðustu árum. Enn og aftur Helgi Seljan TAKK FYRIR frábært kastljós

 


Bloggfærslur 30. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband