23.9.2015 | 12:46
Gamall fróðleikur um sjóslys í Eyjum
Fróðleikur um slys í Eyjum fyrr á árum.
Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands frá 1929 er tvær skýrslur um sjóslys í Vestmannaeyjum, eftir síra Sigurjón Árnason og Þorstein Jónsson í Laufási. Eftir þessari skrá hafa farist af bátum frá Vestmannaeyjum á þessu tímabili 1. janúar 1908 til 22. júli 1930 eftirfarandi fjöldi báta og manna: 28 vélbátar og 120 manns þar af ein kona, sem drukknaði við Fjallasand er bát hvolfdi í lendingu.
Þetta hafa verið miklar mannfórnir í Eyjum á þessum tíma þegar fólksfjöldi í Vestmannaeyjum var á þessum árum:
1910 fólksfjöldi 1319,
1920 fólksfjöldi 2426
1930 fólksfjöldi 3573
Þessar upplýsingar eru úr ritinu Björgunarfélag Vestmannaeyja tíu ára starf.
Á myndinni er fiskibátur fullur af fólki, ekki veit eg tilefnið en þara eru örugglega ekki björgunarbúnaður fyrir allt þetta fólk sem þarna er um borð í bátnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2015 | 12:11
Gaman að lesa jákvæðar fréttir
Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum.
Tek heilshugar undir, að þessi skip og vel þjálfaðar áhafnir þeirra eru svo sannarlega nauðsynlegur hlekkur í öryggismálum sjómanna.
![]() |
Fimm útköll hjá björgunarskipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)