1.9.2015 | 20:11
Svona á EKKI að festa fánaglínu gúmmíbjörgunarbáta
Svona á ekki að festa fangalínu gúmmíbjörgunarbáts hvort sem hann er í losunar- og sjósetningarbúnaði eða bara í grindarstæði. Þessi var á sínum tíma í Sigmundsgálga. Ef gúmmí bátnum væri skotið út þannig frágegnum, slitnaði hann strax frá skipinu engum til gagns. Ótrúlegt að sjómenn skuli ekki gera sér grein fyrir þessu. Þarna ættu sjómenn að vita betur og skipaskoðunarmenn að gera athugasemd við svona frágang. Myndina tók ég fyrir nokkrum árum en ég er enn í dag að sjá fangalínur bundnar með grönnum spottum sem auðveldlega slitna við minstu átök sem þarf til að halda björgunarbátnum við skipshlið.
Bloggar | Breytt 3.9.2015 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)