21.8.2015 | 10:57
TF-SIF á Flugsafninu á Akureyri
TF SIF kom til landsins ný frá verksmiðju haustið 1985. Á vegum Landhelgisgæslunnar var TF- SIF notuð við margvísleg störf m.a. landhelgisgæslu, sjúkraflutninga, leit og björgun, sjómannafræðslu og þjálfun áhafna.
Hún var í notkun Landhelgisgæslu Íslands þar til 17. júli 2007 er henni hlekktist á við björgunarstörf við Straumsvík. Engin slys urðu á flugliðum þyrlunnar þegar henni hlekktist á. Á þeim tæplega 22 árum var TF-SIF samtals á lofti í 7.056 klst. og 35 mín. Það er áætlað að um 250 mannslífum hafi verið bjargað við notkun þessarar þyrlu. Margur Sjómaðurinn á líf sitt að þakka þessari þyrlu og auðvitað flugliðum sem henni hafa stjórnað gegnum árin. Þyrlan er nú á flugsafninu á Akureyri og er í eigu Argríms Jóhannssonar. Þeir eiga heiður skilið sem stóðu að því að varðveita vélina og koma henni þarna á safnið á Akureyri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)