27.6.2015 | 23:13
Sjóminjasafnið Víkin Grandagarði
Fór á Sjóminjasafnið Víkina á Grandagarði í dag, þetta er að verða flott safn og margt að skoða. Þó fannst mér að sýningarsalurinn um sjókonur mætti vera betur uppsettur. Myndin hér að ofan af gráa bátnum er líkan af Eyjaberg VE eigandi var Sigurður Þórðarson .
Sakna þess að ekki skuli vera Gúmmíbjörgunarbátur á safninu , ekki einu sinni mynd af honum, en gúmmíbátar eru eitt besta björgunartæki sem komið hefur um borð í bátaflotann og hefur bjargað mörg hundruð sjómönnum.
Teikningin hér að ofan er eftir Sigmund og segir kannski margt, en Sigmund heitinn vann lengi í fiskvinnslustöðvum í Eyjum og þekkti því þessa vinnu kvenna í stöðinni. En heilt yfir er sjóminjasafnið að mörgu leiti virkilega flott og gaman fyrir sjómenn og auðvitað alla sem áhuga hafa á sjósókn að skoða það.
Hér er mynd af sýningarsalnum um sjómannskonur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2015 | 14:41
Úr gömlu blaði
Til menntamálaráðherra.
--
Valdaferill verði þinn
vorri þjóð til nytja,
en veislur þínar, Villi minn
vil ég ekki sitja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)