18.6.2015 | 12:59
Ingi Björn Albertson barðist fyrir björgunarþyrlum
Nú þegar umræða er í okkar ágæta þjóðfélagi um endurnýjun á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar er ekki úr vegi að minnast á þann mann sem var einn af duglegustu mönnum á landinu við að berjast við að fá alvöru björgunarþyrlur til landsins. Þetta var Ingi Björn Albertsson fyrverandi alþingismaður m.m. Hann barðist fyrir þessu á Alþingi og með skrifum í blöðin. Það er mín skoðun að Ingi Björn hafi átt stóran þátt í að þyrlurnar voru keyptar eða leigðar eins og hluti þeirra er í dag.
Þessa grein skrifaði Ingi Björn Albertsson þá alþingismaður 24. október 1990. Eiga sjómenn í dag svona sterkan baráttumann á þingi, sem vill endurnýja þyrluflota Landhelgisgæslunar sem er því miður að verða gamall ?????.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)