9.5.2015 | 19:47
Grilltímabilið kemur með sumrinu.
Grilltímabilið á næsta leiti:
Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum
Því húsbóndinn sér um grillið..
Þannig gengur þetta fyrir sig:
Frúin verslar í matinn.
Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósuna.
Frúin undirbýr kjötið. Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grill áhöldum.
Bóndinn situr við grillið , með bjór í annari.
--
Lykilatriði:
Bóndinn setur kjötið á grillið.
Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
Frúin fer út og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
Bóndinn þakkar henni fyrir og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.
--
Annað lykilatriði:
Bóndinn tekur kjötið af grillinu og réttir frúnni.
Frúin leggur á borðið. Diskar, hnífapör, sósur, salat og annað meðlæti, raðar á borðið.
--
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.
Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn og hversu vel HONUM tókst matargerðin.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað ,,frídagurinn” og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til hæfis.
--
Gísli Elíasson Viðskiptastjóri N1
--
Ég fékk þetta einu sinni sent frá dóttur minni, þetta er örugglega samið af konu. Eða hvað finnst körlum um þetta, er þetta ekki bara áróður á okkur kallana ??: :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2015 | 16:39
Virðingarvert framtak
Þetta er virðingarvert framtak að gera þessa tilraun og gott að fá umræður um það hvernig á að bregðast við ef menn lenda í sjó eða vörnum með bíl sem fer á kaf. Það er athyglisvert að lesa bæði athugasemdir hjá Kristjáni Kristjánsyni og Omari Ragnarsyni. Ég get ekki séð að Kristján sé á móti bílbeltum, heldur er hann ekki sammála um að það eigi að bíða í bíl á hafsbotni meðan hann fyllist af sjó eða vatni. Hann færir rök fyrir því.
![]() |
Misstu bílinn í sjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)