7.5.2015 | 13:13
Líf við Reykjavíkurhöfn
Margir eru að gera klára farþega og skoðunarbátana fyrir sumarið, þar á meðal Áróru RE 82. Flottur bátur vel til hafður. Það sem vakti athygli mína var tvöfaldur neyðarstigi afan á bátnum sem var vel fyrir komið. Ekki margir farþegabátar af þessari gerð með svona stiga sem ætti að vera auðvelt að nota. Mikið líf við höfnina í morgun og margt að skoða :-)
Áróra RE 82
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 12:36
Heimaey VE 1 tekin í slipp í morgun
Þetta glæsilega skip Heimaey VE 1 var tekið í slipp í Reykjavík í morgun, liklega í fyrsta skipti, frá því það kom til landsins. Þar verður það botnhreinsað málað og skoðað.Þetta er eitt af nýjustu skipum Vestmannaeyja. Myndirnar tók ég á bryggjurúntinum í morgun :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)