26.5.2015 | 21:00
Frábærir Ferðastikluþættir hjá Láru og Ómari
Þá má þakka fyrir það sem vel er gert, þess vegna ætla ég hér að þakka fyrir frábæran síðasta Ferðastikluþátt, hann var sérstaklega skemmtilegur og ekki síður fræðandi eins og reyndar allir þessir þættir sem Ómar og Lára hafa verið að gera og sýna undanfarið. Þetta er eitt besta efni sem Rúv Sjónvarp sýnir um þessar mundir. Þau eru frábær saman Ómar og Lára dóttir hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)