Ástarvísa sem er í ritinu Blik


Ástarvísa

Átræður öldungur hafði verið í hjónabandi í nálega 60 ár.
Þá gaf hann konunni sinni þetta vísukorn, sem hann orti til hennar.
-
Þótt ellin mæði , ekki dvín
ástar hreini blossinn;
enn mér hugnast atlot þín
eins og fyrsti kossinn.
-
Lesandi góður sem e.t.v. hefur verið giftur nokkur ár,
Mundirðu af hjarta geta tekið undir með gamla manninum ?
Ef svo er , þá ertu einstaklingur hamingjunnar.


Bloggfærslur 6. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband