Arfinn eftir Unu Jónsdóttir frá Sólbrekku.

ARFINN

Arfinn hann er illræmdur,
ekki því ég gleymi.
Af brögðum sumum bannfærður
besta gras í heimi.

Arfi er víða út um bý,
um hann margir labba.
En þeir trúa ættu því
að hann drepi krabba.

Ef þú halda heilsu villt,
hvað sem gerir starfa
ég þér segi jafnan skylt
að éta og drekka af arfa.


Alla sem mér leggja lið

Alla sem mér leggja lið,
lukkan styðji þess ég bið,
yndi lífsins öðlist þið,
eilíflegan sálarfrið.
U.J.D.

Bloggfærslur 5. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband