31.8.2014 | 22:26
Myndir frá vetrarvertíð 1962 á Leó VE 400
Sigmar Guðmundsson heitinn fóstri minn og nafni við úrgreiðslu á vertíð 1962 um borð í Leó VE 400. Rögnvaldur Bjarnason heitinn með einn stórþorskinn og Gísli Sigmars grettinn á svip. Takið eftir hvað úrgreiðsluborðin eru lá og örlítil og mjó. Þarna eru notaðar netakúlur og netasteinar.
Myndirnar á Ingibergur frændi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2014 | 17:47
Gamli Leó VE 294
Á miðri mynd er gamli trébáturinn Leó VE 294 auðsjáanlega nýmálaður. Hvalbakurinn sem sést lengst til hægri á myndinni gæti veri á aflaskipinu Gullborgu RE 38. Myndina á Ingibergur Óskarsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2014 | 11:41
Stórþorskar á vertíð 1962
Matthías Óskarsson með stórþorskin, Siggi Ögmunds á rullunni og Ragnar fyrir aftan hann. Seinni myndin, þar er Sigurður Ögmundsson með stórþorskin og Matti Óskars og Matti Sveins fylgjast með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)