Vinir okkar frá Austurríki Líselotte og Heribert í heimsókn

Sumar fr.H og L 017Sumar fr.H og L 019

 Vinir okkar frá Austurríki, hjónin Liselotta og Heribert Hendler komu í heimsókn til okkar  í byrjun júli s.l. þau voru  hjá okkur í eina viku, en þrátt fyrir frekar votasamt veður áttum við skemmtilega daga. Við keyrðum um nágrenni Reykjavikur, fórum Hvalfjörðinn, til Vestmannaeyja og austur að Dyrhólaey og til Víkur. Meðfylgjandi myndir voru teknar í þessum ferðum. 

Sumar fr.H og L 031Sumar fr.H og L 032
 
 Við fórum að sjálfsögðu í Perluna og fengum gótt veður hluta úr degi þannig að gott útsýni var frá Perlunni. Alltaf gaman að koma í Perluna. Liselotta og Heribert ásamt undirrituðum. Líselotte og Kolla á úsýnispalli Perlunar.
 
 
Sumar fr.H og L 043Sumar fr.H og L 046
 
 Keyrðum Nesjavallaveginn sem er skemmtileg leið og stoppuðum við útsýnispall þar sem sást vel yfir Nesjavallavirkjun og Þingvallavatn. Hávaðarok var þarna á leiðinni og við úsýnispallinn.
 
 
sumar 2014 006
 sumar 2014 008
 
Við sumarbústaðinn hjá Sigga mág á leið til Vestmannaeyja. Þangað fórum við og stoppuðum í sólahring og fengum gott veður eins og vera ber í Eyjum. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta og gaman að koma með gesti og sýna  þeim hvað Vestmannaeyjar eru fallegar í svo góðu veðri og reyndar alltaf.
 
 
sumar 2014 018sumar 2014 024
 
 Hér erum við uppi á Stórhöfða þar sem við ætlðum að skoða Lunda en það var lítið um hann þegar við vorum þarna á ferð. 
 
sumar 2014 029sumar 2014 030
 
 Það er fallegt að keyra um Þrælaeiði þegar gott er veður, þetta er með fallegri stöðum á Heimaey.
 
sumar 2014 038sumar 2014 042
 
 
 Toppurinn á ferðinni var að fá að skoða fyrirtækið Grímur Kokkur þar sem tekið var frábærlega á móti okkur. Okkur var sýnt vinnslulínur og allt fyrirtækið, síðan var okkur boðið upp á gómsæta humarsúpu og plokkfisk. Frábært eins og alltaf að koma til þeirra Gríms og Ástu Maríu. Takk fyrir frábærar móttökur Grímur og Ásta María.
 
sumar 2014 049sumar 2014 050
 
Heribert, Líelotte, Grímur og Sigmar Þór í vinnslusal Grims kokk. Þarna fær engin að fara inn nema í hvitum slopp, með hárnet og plast yfir skónum, hreinlæti númer 1.2.og 3. Ásta María heilsar upp á liðið úr skrifstofuglugganum
 
 
sumar 2014 032sumar 2014 074
 
 Að sjálfsögðu var farið á matsölustaðinn GOTT hjá Sigurði Friðrik frænda og Berglindi þar sem snæddur var frábær hamborgari að hætti Sigga kokk. Þarna erum við að skoða Gauju lund.
 
 
sumar 2014 034sumar 2014 066
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Við gistum í Hásteinsblokkinni í íbúð Friðriks mag og Guðlaugar.  
 
 
sumar 2014 092sumar 2014 093
 
Um borð í Herjólfi á leið upp á land aftur. Komin í Dýrhólaey í frekar leiðinlegu veðri rigningu.
 
 
sumar 2014 095
 sumar 2014 101
 
 Dýrhólaey og drangarnir út af henni. Komum við í Kaffi Anna skemmtlegt lítið sveitakaffihús undir Eyjafjöllum
 
sumar 2014 102sumar 2014 117
 
Situm inni á Kaffi Anna. Enduðum ferðina þennann dag á Eyrarbakka, þangað er alltaf gaman að koma, það er staður sem mér þykir vænt um.
 

Góð grein um Kokkinn Gísla Matthías Auðunsson

Laun og frí­tími fara í að vinna frítt

Gísli Matthías Auðunsson opnaði Slippinn, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Þess á milli hefur ... stækka

Gísli Matth­ías Auðuns­son opnaði Slipp­inn, ásamt fjöl­skyldu sinni, fyr­ir tveim­ur árum. Þess á milli hef­ur hann unnið á nokkr­um Michel­in veit­inga­stöðum út í heimi og sótt sér reynslu.

Þrátt fyr­ir að hafa komið víða við er hann aðeins 25 ára, en hann vill áfram læra af þeim bestu út í heimi áður en hann hasl­ar sér völl hér á landi.

Ekta fjöl­skyldu­veit­ingastaður

Í kjöl­far út­skrift­ar­inn­ar ákvað Gísli að opna veit­ingastaðinn Slipp­inn í Vest­manna­eyj­um. Um er að ræða ekta fjöl­skyldustað, en syst­ir hans, Indí­ana Auðuns­dótt­ir, sá um að hanna staðinn, Katrín Gísla­dótt­ir, móðir hans er yfirþjónn og öll fjöl­skyld­an kom að því að breyta gam­alli vélsmiðju í 100 manna veit­ingastað.

Slippurinn er til húsa í gamla Magna vélsmiðjuhúsinu.

Slipp­ur­inn er til húsa í gamla Magna vélsmiðju­hús­inu.

Í dag vinn­ur fjöl­skyld­an öll þarna, en staður­inn er aðeins op­inn á sumr­in. Á vet­urna fer faðir hans, Auðunn Arn­ar Stefn­is­son, á sjó­inn, syst­ir­in hann­ar aðra veit­ingastaði og Gísli held­ur til út­landa til að öðlast meiri reynslu.

 

Veit­ingastaður­inn er í gamla Magna­hús­inu, en Gísli seg­ir að það hafi ekki verið notað í yfir 30 ár sem annað en geymsla áður en þau breyttu því. Það var helj­ar­inn­ar vinna að koma því í stand, en fjöl­skyld­an var á hverj­um degi í tæpa sjö mánuði að setja staðinn upp að sgön Gísla.

Mik­il sam­keppni í Eyj­um

Sam­keppn­in er tölu­verð í Eyj­um, en að sögn Gísla eru í dag 27 staðir þar sem hægt er að kaupa mat í Heima­ey, allt frá sjopp­um upp í fína veit­ingastaði.

Gísli ásamt Indíönu Auðunsdóttur, systur sinni og Katrínu Gísladóttur, móður sinni, á Slippnum.

Gísli ásamt Indíönu Auðuns­dótt­ur, syst­ur sinni og Katrínu Gísla­dótt­ur, móður sinni, á Slippn­um.

Staður­inn tek­ur sem fyrr seg­ir 100 manns í sæti, en Gísli seg­ir að auk þess sé nokkuð stór bar­svæði á staðnum.

 

Flest­ir viðskipta­vin­irn­ir eru ís­lensk­ir og er­lend­ir ferðamenn, en Gísli seg­ir að heima­menn séu einnig dug­leg­ir að kíkja við. Staður­inn hef­ur hlotið góða dóma og er meðal ann­ars sá staður á Suður­landi sem hef­ur hæstu ein­kunn á vefn­um TripA­dvisor og þá hef­ur hann fengið viður­kenn­ing­ar á vef Lonely pla­net og öðrum ferðavefj­um.

Gísli seg­ist hafa mik­inn metnað fyr­ir kokk­a­starf­inu og hann sýn­ir það líka með ákvörðun sinni um að ferðast um heim­inn á vet­urna og sækja sér aukna reynslu. Fyr­ir tveim­ur árum fór hann í frönsku alp­ana þar sem hann vann á nokkr­um veit­inga­stöðum, en í fyrra reyndi hann fyr­ir sér í New York.

Unnið á mörg­um Michel­in stöðum

Þar reyndi hann fyr­ir sér sem „stagé“, en það þýðir að hann vinn­ur kaup­laust á vin­sæl­um veit­inga­stöðum til að næla sér í reynslu. Fyr­ir­komu­lagið þekk­ist lítið hér á landi, en er­lend­is er þetta mjög al­gengt að hans sögn.

Síðasta vet­ur vann Gísli meðal ann­ars á Eleven Madi­son Park, en það er þriggja stjörnu Michel­in veit­ingastaður og sam­kvæmt San Pell­egrino veit­ingalist­an­um er það fjórði besti mat­sölustaður í heimi. Þess má geta að danski staður­inn Noma hef­ur ein­mitt verið þar í fyrsta sæti und­an­far­in ár.

Meðal annarra veit­ingastaða sem Gísli vann á í vet­ur í New York voru Michel­in staður­inn Aska og Acme, en þann stað á ann­ar stofn­andi Noma veit­ingastaðar­ins. Þá var hann á Atera, sem er tveggja Michel­in stjörnu staður og staðnum Skál, sem er í eigu Íslend­ings­ins Óla Björns Stephen­sen. Hann seg­ir að „stagé“ fyr­ir­komu­lagið sé mjög mis­mun­andi milli staða, en að hann hafi verið frá fjór­um dög­um upp í þrjá mánuði á hverj­um stað, lengst á Skál.

Eyðir laun­um og frí­tíma í að vinna frítt

Aðspurður hvort ekki sé erfitt að búa og lifa í einni dýr­ustu borg heims án þess að fá greitt seg­ir Gísli að þetta sé ákveðinn metnaður og áhugi sem verði að vera til staðar. „Við fjöl­skyld­an erum öll á fullu frá morgni fram á kvöld yfir sum­arið, en svo fer ég og eyði mín­um laun­um og frí­tíma í að vinna frítt á vet­urna,“ seg­ir Gísli og hlær.

Mik­il­vægt að sækja reynsl­una út

Hann seg­ir mik­il­vægt fyr­ir ís­lenska fag­menn að sækja sér reynslu út, „þar eru hlut­irn­ir að ger­ast.“  Margt hafi þó breyst hér á landi und­an­far­in ár og að hann hafi mik­inn áhuga á að vinna hér til lengri tíma litið. Fyrst vilji hann þó ná meiri reynslu er­lend­is áður en hann reyni að hasla sér al­menni­lega völl hér heima. „Lang­tíma planið er svo að opna í Reykja­vík,“ seg­ir hann.

Eigið gróður­hús og fersk­ur fisk­ur

Á Slippn­um vinna í dag 25 manns, þegar fjöl­skyld­an er meðtal­in, en Gísli seg­ir að þar sé reynt að gera sem mest upp á fersk­leik­ann. Þannig not­ist þau við ýms­ar villi­jurtir, sæki fersk­an fisk niður á höfn á hverj­um degi og rækti jurtir í eig­in gróður­húsi. Annað græn­meti sé svo keypt beint frá Flúðum og kjöt eða fisk­ur sé allt frá Íslandi.

Nú í sum­ar þegar nauta­kjöts­skort­ur varð seg­ir Gísli að þau hafi ákveðið að taka nauta­kjötið af mat­seðlin­um, enda geri þau út á ís­lensk­an mat. Í dag sé um 80% af mat­seðlin­um mat­ur úr sjón­um, bæði fisk­ur og hrefna, en einnig eitt­hvað af öðru ís­lensku kjöti.


mbl.is Laun og frítími fara í að vinna frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband