24.6.2014 | 17:15
Brúðkaup Hörpu og Þórs 21.06.2014
Hér koma nokkar myndir úr frábæru brúðkaupi Hörpu og Þórs sem haldið var 21.06.2014 í Akóges salnum að Lágmúla 4 Reykjavík. Virkilega skemmtilegt brúðkaup og gaman að eiga þennan dag með þeim hjónakornum og frábærum og skemmtilegum gestum þeirra.
Mæðgurnar Harpa og Kolla rétt fyrir brúðkaupið og veislusalurinn tilbúinn fyrir gestina.
Harpa með brúðarvöndinn og Harpa og undirritaður tilbúin að fara í Laugarneskirkju. Ekkert stress í gangi þarna á Heiðarhjallanum :-)


Veislugestir mættir eftir að hafa verið við giftinguna í Laugarneskirkju.
Hún Anía Halwa sem hér stendur við brúðartertuna bakaði hana, og þarna er veislustjórinn Sigþór

Einir og Gísli ásamt gestabók og brúðum sem Kolla prónaði til að hafa með gestabókinni.


Kokkar og þjónustuliðið t.f.v: Grímur Kokkur, Einir og Ásta María aðstoðarkokkar. Sigrún og Dísa voru í þjónustuliðinu í sal og eldhúsi.


Kolbrún Soffía stóð sig vel í brúðkaupinu bæði í kirkjunni og veislunni. Mikil ánæja var með matinn hjá Grími kokk enda frábær matur á borðum.
Einir og Gísli sælir á svip og Harpa og Þór að skera fyrstu sneiðina af brúðkaupstertunni sem var sérstaklega góð á brgðið.


Grímur Kokkur og Sjöfn mamma hans brosa fyrir myndasmiðinn. Til hægri er Hafsteinn og Gyða en Hafsteinn tók vídeómyndir af öllu brúðkaupinu ásamt undirbúningi þess.
Hluti af gestum --------------------------------------


Bryndís söng eitt lag með undirspili Gísla pabba síns og Grímur trommaði. Tinna og Harpa glæsilegar stelpurnar.
Hér er mynd af hljómsveitarmeðlimum, þeir voru frábærir.
Kolbrún, Sigmar Þór, Sæþór og Halla við háborðið, brúðhjónin horfin út í sal í spjall.
Harpa og Þór dönsuðu vals til að starta ballinu, þau voru frábær.
Bloggar | Breytt 25.6.2014 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)